Alþjóðasveit

Á lykilfundi 10. júní var til umræðu hvort HSSR tæki þátt í starfi alþjóðasveitar Slysavarngarfélagsins Landsbjargar. Líklegt er að ef áhugi er fyrir því af okkar hendi þá séu allir möguleikar fyrir okkur að koma þar inn. Uppbygging alþjóðasveitarinnar er með þeim hætti að þær björgunarsveitir sem stafa þar hafa sérsvið og fjármagna þann búnað sem þarf til að sinna því.

Hugmyndir eru um að sérsvið HSSR yrði tvíþætt. Annars vegar að reka vatnshreinsibúnað sem nýttist björgunarliði og/eða í almenna notkun og hins vegar að sjá um rekstur aðstöðu fyrir sveitina í aðgerðum. Ekki er búið að taka ákvörðun en almennur áhugi var á fundinum. Málið verður því tekið á dagskrá í haust, kynnt á sveitarfundi og ákvarðanir teknar um framhald.

http://www.army-technology.com/contractors/nbc/kaercher/kaercher2.html

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson