Hálendisverkefnið 2008

Það er alltaf í nægu að snúast hjá tækjahópnum og hinum í hjálparsveitini og nýjustu verkefnin eru að sendast eftir íbúðargámum fyrir hálendisverkefnið til Reyðarfjarðar á Reyk 6 og sendast síðan með þá inn á Hveravelli og upp í Landmannalaugar. Í gærkvöldi rúllaði ég (Gummi Straumur) upp í laugar með einn gámin og þegar þetta er skrifað er Jói að renna inn á Hveravelli með hinn gámin.
Á fimmtudagskvöldið sá ég síðan um að aka krökkum í útivistarskóla Landsbjargar upp á Fimmvörðuháls og næst komandi þriðjudag ætlar hann Matti að rúlla inn í Þórsmörk að sækja hópinn og koma honum til byggða aftur.
Hinir meðlimirnir í sveitini hafa síðan verið á útopnu að gæta gesta á fótboltaleikjum og verða síðan í kvöld við gæslu á náttúrutónleikunum í Laugardal.
Síðan eru allir á kafi í stikuverkefnu á Henglinum á milli leikja og er þar meðal annars búið að mála einn skála og lagfæra nokkrar leiðir.
Ef þér leiðist heima þá mæli ég með að þú hafir samband við Hlyn Skagfjörð og kannir hvort þú getir ekki aðstoðað smá við einhvað af hinum rómuðu sumarverkefnum HSSR.

—————-
Texti m. mynd: Lagt í hann í Laugar. (fengið að láni hjá SL)
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson