Í kjölfar jarðskjálftans á Haiti í gærkvöldi bauð utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg, fram aðstoð Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar (ÍA) sem er sérhæfð í rústabjörgun og er sveitin nú í viðbragðsstöðu.
ÍA er að ljúka undirbúningi fyrir flutning sveitarinnar til Haiti. Alþjóðasveitarhópur HSSR tekur þátt í útkallinu með stoðhóp sem aðstoðar við undirbúninginn fyrir ferðalagið og úthaldið. Hægt er að halda sveitinni úti án utanaðkomandi aðstoðar í allt að 7 daga.
Fjöldi alþjóðlegra björgunarsveita hafa nú boðið fram aðstoð og er beðið eftir viðbrögðum stjórnvalda á Haiti.
—————-
Texti m. mynd: Mynd af vef BBC
Höfundur: Örn Guðmundsson