Alþjóðasveitin á fullu

Alþjóðasveitarhópurinn hittist reglulega á fimmtudögum. Unnið er hörðum höndum að skrá, skoða, prófa, vigta allt sem tilheyrir sveitinni. Allt er þetta liður í undirbúningi fyrir úttektaræfingu sem verður í byrjum september.

Svo þegar kallið kemur verður allt að vera á tæru svo sveitin komist klakklaust úr landi og verði öllu til sóma : )

Hópurinn færir Íslandspósti þakkir fyrir stuðninginn en þeir færðu hópnum helling af addressulímpokum sem notaðir verða til að geyma innihaldslista utan og inn í kistunum. Auðveldar öllum lífið.

—————-
Texti m. mynd: Flokkað, raða og skrá allar kistur
Höfundur: Gunnar Sigmundsson