Ársátíð HSSR

Árshátíð HSSR 2008 verður haldin í Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti þann 15. nóvember næstkomandi.

Drög að einhvers konar kappleik í tengslum við árshátíðina eru á teikniborðinu, svo takið daginn frá og bíðið spennt eftir frekari upplýsingum. Á laugardagskvöld mun úrvalslið grillmeistara töfra fram dýrindis máltíð undir ljúfu gítarplokki og hópsöng. Skemmtiatriði flokka verða að sjálfsögðu á dagskrá og því ekki seinna vænna að hefja æfingar eða upptökur (athugið að skjávarpi á staðnum).Á sunnudagsmorgun verður svo boðið upp á þjóðlegan íslenskan morgunverð.

Þemað í ár er þjóðlegt. Dresskódið er lopapeysa og gúmmítúttur. Annar nauðsynlegur búnaður: svefnpoki, hljóðfæri, söngröddin og góða skapið.

Miðaverð er aðeins 3.000 kr á mann – Innifalið: Rúta, gisting, kvöldmatur á laugardag og morgunmatur á sunnudag.

Miðasala er hafin og hún stendur til 7. nóvember. Leggið 3.000 kr inn á reikning sveitarinnar, 0311-26-002729 kt. 521270-0209, og ekki gleyma að senda kvittun á hssr@hssr.is

Sjáumst! Skemmtinefnd HSSR

—————-
Texti m. mynd: Grillað á árshátíð í Þórsmörk
Höfundur: Haukur Harðarson