Árshátíð HSSR 2008

Árshátíð HSSR 2008 verður haldin þann 15. nóvember næstkomandi. Þetta verður engin "gala" skemmtun heldur alvöru lopapeysustemming. Jú, rétt til getið, utanbæjar í fjallahreysi (ok ekki hreysi en allavega utanbæjar). Hið lögbundna Drifstútarallý, liðakeppni hópa og flokka í HSSR verður á dagskránni fyrr um daginn.

Taktu daginn, nóttina og sunnudaginn frá. Drífðu þig í að viðra svefnpokann, bursta gúmmískóna og stoppa í lopapeysuna. Sætaferðir verða í boði báðar leiðir en verða betur auglýstar síðar sem og nánari dagskrá.

15. nóv og þú ætlar að mæta? Er það ekki??

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson