Athugun á leitarsviði

Síðustu helgi tóku tveir félagar úr HSSR þátt í verkefni sem snýr að athugun á leitarsviði. Framkvæmdin var þannig að þátttakendur fengu lýsingu af týndum einstaklingi og síðan leið eða braut til að leita. Þegar þátttakendinn taldi sig finna eitthvað sem tilheyrði þeim týnda var það skráð niður.

Þetta reyndist hin besta æfing t.d. fór maður velta fyrir sér afhverju maður leitar svona en ekki einhvern vegin öðruvísi.

Laugardaginn 17 júli verður haldið áfram með þess tilraun og sett upp leitaræfing í Hvalfirði. Það vantar þátttakendur af öllum gerðum og stærðum þ.e. nýja félag, gamla félaga og úr öllum flokkum. Æskilegur búnaður er GPS og áttaviti.

Mæting er kl 10 upp í Hvalfjörð – skráning á Korknum

Verkefnið er í umsjón Einars í HSSK og er styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna.

—————-
Höfundur: Svava Ólafsdóttir