Stjórn HSSR leitar að áhugasömum félögum til starfa með Bækistöðvarhópi HSSR.
Hópurinn er stjórnskipaður og stýrir stjórnstöð HSSR í útköllum, sér um skipulagsvinnu vegna útkalla og heldur utanum útkallsskrá HSSR.
Meðal verkefna í útköllum eru: samskipti við svæðisstjórn, aðstoð þegar hópar leggja af stað í útkall, upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga til hópa í aðgerðum, boðun viðbótarmannskaps í aðgerðir auk rýnivinnu eftir útköll.
Leitað er eftir fullgildum félögum sem eiga auðvelt með samskipti og samvinnu.
Nánari upplýsingar veita Hilmar Már hilmarmar@internet.is , Björk Hauksdóttir og Jónína Birgisdóttir.
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson