Ber er hver að baki nema sér Bola eigi.

Frétt 27.maí

Nú líður að lokum leiðangursins og er hann staddur í Esjufjallaskála, ja, nema þeir sem ætluðu að skíða styttri leiðina. Fossadalur reyndist ófær og eru skíðamenn nú að puða upp 5oo m háa snjóbrekku þar sem bílar bíða þeirra. Það er eins gott að brekkan hafi verið þess virði.
Í dag var Snókur klifinn, brotinn stýristjakkur, legið í sólbaði, sagðar sögur og, auðvitað er verið að grilla í lok ferðar. Búinn að vera frábær túr í alla staði.

Leiðangursstjórn.

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson