Hengill 2006

HSSR hefur endurnýjað þjónustusamning við Orkuveitu Reykjavíkur vegna viðhalds merktra gönguleiða á Hengilssvæðinu. Helstu verkþættir eru: Málun og eftirlit á gönguleiðatstikum, Viðhald skilta, Eftirlit með vegprestum, Viðhald og eftirlit með Dalseli og Múlaskála, Viðhald á girðingastigum. Verkfæra og málningageimsla er í M6(flugeldageimslu). Byrjað verður á málun girðingastiga, uppl.skilta og stikaðra leiða sem mest eru gengnar. Allir félagar HSSR eiga að taka þátt í þessu verkefni og er tilvalið að fara tveir eða fleiri í vinnuferð í Hengilinn. Ef veður er gott er hægt að nota kvöldin en annars dagpart. Þurt veður er áskilið. Flokksforingjar og aðrir áhugasamir eru beðnir að hafa samband við verkefnisstjóra sem er Ævar Aðalsteinsson, 696 5531.

—————-
Höfundur: Ævar Aðalsteinsson