Björgunarleikar Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða haldnir samhliða Landsþingi félagsins á Akureyri laugardaginn 16. maí. Leikarnir verða með keppnisfyrirkomulagi og munu byrja kl 8 eða 9 á laugardags morgni, gert er ráð fyrir að þeim ljúki um kl. 16. Verkefnin verða innanbæjar á Akureyri en gert er ráð fyrir að liðin þurfi að keyra á milli pósta. 6-7 eru í hverju liði og þurfa þau að hafa almennan björgunarbúnað með, nákvæmari búnaðarlisti verður sendur út þegar nær dregur.
Á föstudagskvöldinu fær hvert lið afhenta möppu með dagsrá liðsins fyrir leikana ásamt reglum, korti ofl. Það er svo á ábyrgð hvers liðs að mæta á réttum tíma í hvert verkefni. Verkefnin verða 6-7 og miðað við að liðin hafi um klukkustund fyrir hvert verkefni, með ferða- og undirbúningstíma. Hugsanleg verkefni eru; fyrsta hjálp, rötun, leit, björgun, línuvinna, óveðurs- og bátaverkefni. Markmið Björgunarleikana er; skemmtun, reynsla og lærdómur. Hóparnir þurfa því ekki að kunna allt.
Ef HSSR félagar hafa áhuga á því að taka þátt í Björgunarleikunum þá er um að gera að stofna lið, drífa sig norður og eiga þar skemmtilega helgi. Einnig er árshátíð Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á laugardagskvöldinu. Skráning er hjá Ingólfi á skrifstofu SL og þarf að senda tölvupóst á ingolfur@landsbjorg.is. Þar þarf að koma fram; Sveit, nafn á liði, fjöldi í liði, liðsstjóri/tengiliður + GSM nr og póstfang. Skráningarfrestur er til 5. Maí. Búið er að stofna blogg síðu fyrir Björgunarleikana. http://bjorgunarleikar.bloggar.is/
—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson