Björgunarleikar.

Eins og mörgum er kunnugt mun Fjallahópur HSSR sjá um björgunarleikana 2011.

Auglýsir því Fjallahópurinn eftir áhugasömum einstaklingum til að sjá um þrautir og aðstoða við uppsetningu og framkvæmd. Mörg skemmtileg verkefni eru í boði hvort sem það eru klifurverkefni, fyrstu hjálpar verkefni eða "trukkara" verkefni.

Björgunarleikanir munu verða haldnir laugardaginn 14. maí á Hellu í tengslum við landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Gott er þess að geta að aðsókn í þetta verður gífurleg og hafa verður í huga að "fyrstur kemur, fyrstur fær skemmtilegustu verkefnin".

Öllum áhugasömum (líka nýliðum) er bent á að hafa samband við Frímann á frimanni@simnet.is

—————-
Höfundur: Frímann Ingvarsson

Björgunarleikar

Björgunarleikar Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða haldnir samhliða Landsþingi félagsins á Akureyri laugardaginn 16. maí. Leikarnir verða með keppnisfyrirkomulagi og munu byrja kl 8 eða 9 á laugardags morgni, gert er ráð fyrir að þeim ljúki um kl. 16. Verkefnin verða innanbæjar á Akureyri en gert er ráð fyrir að liðin þurfi að keyra á milli pósta. 6-7 eru í hverju liði og þurfa þau að hafa almennan björgunarbúnað með, nákvæmari búnaðarlisti verður sendur út þegar nær dregur.

Á föstudagskvöldinu fær hvert lið afhenta möppu með dagsrá liðsins fyrir leikana ásamt reglum, korti ofl. Það er svo á ábyrgð hvers liðs að mæta á réttum tíma í hvert verkefni. Verkefnin verða 6-7 og miðað við að liðin hafi um klukkustund fyrir hvert verkefni, með ferða- og undirbúningstíma. Hugsanleg verkefni eru; fyrsta hjálp, rötun, leit, björgun, línuvinna, óveðurs- og bátaverkefni. Markmið Björgunarleikana er; skemmtun, reynsla og lærdómur. Hóparnir þurfa því ekki að kunna allt.

Ef HSSR félagar hafa áhuga á því að taka þátt í Björgunarleikunum þá er um að gera að stofna lið, drífa sig norður og eiga þar skemmtilega helgi. Einnig er árshátíð Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á laugardagskvöldinu. Skráning er hjá Ingólfi á skrifstofu SL og þarf að senda tölvupóst á ingolfur@landsbjorg.is. Þar þarf að koma fram; Sveit, nafn á liði, fjöldi í liði, liðsstjóri/tengiliður + GSM nr og póstfang. Skráningarfrestur er til 5. Maí. Búið er að stofna blogg síðu fyrir Björgunarleikana. http://bjorgunarleikar.bloggar.is/

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson