Klifurmót á fimmtudaginn

Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að halda eitt af okkar sívinsælu og æðislegu klifurmótum næsta fimmtudagskvöld.

Húsið opnar kl 18:00 og verður opið til a.m.k. 23:00.

Allir eru hvattir til að koma, sýna sig og sjá Arnar, eins og málshátturinn segir.

Í boði verða leiðir við allra hæfi. Ef fólk hefur ekki áhuga á að ganga á vegg er samt tilvalið að sína smá lit (rauður er bestur) og míngla aðeins 🙂

Kær kveðja, Ottó og Danni.

—————-
Texti m. mynd: Upphafsmenn klifurs í afríku
Höfundur: Daníel Másson