Boli í klössun

Nú er verið að fara yfir Bola fyrir komandi vetur. Ein afleiðing af ösku á jökli er aukið viðhald á slitflötum í undirvagni. Nú er verið að skipta um þéttingar í drifás, samsláttarpúða auk þess að nokkrar glussaslöngur verða endurnýjaðar. Eftir áramót er svo gert ráð fyrir að skipta um fjaðrir undir Bola. Þar er nokkuð kostnaðarsöm aðgerð, innkaupsverð á þeim er um 850.000.

Gert er ráð fyrir að því viðhaldi sem nú er verið að sinna verði lokið fyrir 20. september

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson