Hjólaferð HSSR 2012

Hjólaferð um fjallabak tókst með afbryggðum vel enda veður tryggt þar sem Hálfdán Á var fararstjóra.

Hjólað var frá Hólaskjóli í Álftavötn, Strútslaug, Skófluklif, Mælifellssand, Hvanngil og endað í Álftavatnsskála FÍ á laugardag. Smá snjóhrets varð vart norðan Svartahnúksfjalla og á Mælifellssandi í samt frábæru stuttbuxnaveðri.

Á sunnudag var hjólað vestan Álftavatns, Hvítmögu, Króksleið, Mosa, Einhyrningsflatir og í Fljótshlíð í hreynt frábæru veðri enda var spáð fárviðri.

Þess má geta að fararstjórinn hafði einnig séð til þess að rétt hitastig væri á Strútslaug.

Æfð voru sundtök þegar hjólað var yfir Hvítmögu og eins voru ýmsar tilfærslur við reiðskjótana til að geta setið í trússbílnum hjá Árna bílstjór. Mjög vel heppnuð ferð í alla staði!

—————-
Texti m. mynd: Alsæll hjólahópur
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson