Boli kominn af jökli

Leiðangur vísindamanna að gosinu í Grímsvötnum kom niður Skálafellsjökul kl 22:00 í kvöld eftir tveggja daga leiðangur á jökli. Gunnar Kr (Lambi) og Sveinbjörn voru í þessum leiðangri ásamt vísindamönnum við sýnatöku og að kanna gosið. Leiðangurinn fór meðal annars upp á Grímsfjall.

Boli mun vera í einhvern tíma við rætur Skálafellsjökuls ef hann þyrfti að fara aftur upp á jökul.

Leiðangursmenn munu gista á Smyrlabjörgum í nótt og koma til Reykjavíkur á morgun fimmtudag.

—————-
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson