Boli sloppinn út.

Nýi snjóbíllinn okkar Boli er kominn í sitt rétta umhverfi og var ofulítið tekinn til kostanna núna á föstudaginn (16.12.2005).
Almenn ánægja er með gripinn og stendur hann fullkomnlega undir væntingum.
Ökuhraði á sléttu landi á hærri gír er 18,5 km við 1800 sn. (efst á græna) en hámarksökuhraði er 23 km.
Bílinn er við Bláfjallaskála eins og er og verður þar að öllum líkindum fram yfir helgi meðan prófanir á tækjum oþh. fara fram.

Kynningarmyndband um tækið er hér vinstra megin á síðunni undir liðnum gögn-Bolamynd.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hauk sveitarforingja og Hlyn tækjaflokksformann ásamt eðalgripnum honum Bola.

Til hamingju meðlimir HSSR

—————-
Texti m. mynd: Boli, Haukur og Hlynur
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson