Borgarstjórn í heimsókn

Mánudaginn 5. desember kom hluti borgarstjórnar Reykjavíkur í heimsókn á M6. Heimsóknin var í tilefni af degi sjálfboðaliða og tilgangurinn var að kynnast starfi SL og aðildareininga þeirra. Eftir kaffi, kynningar og lífrænt ræktuð epli var búnaður HSSR skoðaður og endað á því að sparka í nokkur dekk. Skemmtileg heimsókn og það ánægjulegasta við hana var að hún var af frumkvæði borgarinnar og áhuginn einlægur.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson