Austurbær – Alvöru menn

Austurbær vill bjóða 200 björgunarsveita/slysavarnafólki af höfuðborgarsvæðinu á sýninguna Alvöru menn í Austurbæ við Snorrabraut. 100 miðar eru í boði á sýningu föstudagskvöldið 9. des kl. 20:00 og 100 miðar laugardagskvöldið 10. des, kl. 20:00. Þeir sem hafa áhuga á að sjá sýninguna þurfa sjálfir að sækja miðana í Austurbæ en miðasalan er opin sýningardagana frá klukkan 13:00-16:00 og 18:00-20:00. Vinsamlegast bregðist fljótt við því fyrstur kemur, fyrstur fær. Nefnið Slysavarnafélagið Landsbjörg í miðasölunni og fáið miða fyrir ykkur og félagana, eða fjölskyldumeðlimi 🙂 Upplýsingar um sýninguna má fá hér: http://midi.is/leikhus/1/6636

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson