Búnaðarbasar Ísalp

Á morgun, fimmtudaginn 15. nóvember, mun Íslenski alpaklúbburinn fagna kólnandi veðri og vera með myndasýningu og markaðsstemmningu í Klifurhúsinu, skútuvogi 1G.

Kvöldið byrjar á ísklifurmyndasýningu kl. 20:00 og ca kl. 20:30 hefst basarinn.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá eldri og reyndari að losna við gamla dótið sem liggur ónotað inní geymslu og fyrir þá nýrri að kaupa dót á góðu verði. Meðal þess sem er í boði eru skinn, plastskór og ísklifuraxir.

—————-
Vefslóð: isalp.is
Texti m. mynd: Ísalp
Höfundur: Björk Hauksdóttir