Námskeið í fjallamennsku

Undanfarar minna á námskeiðið “Fjallamennska 1” sem verður haldið næstu helgi, þ.e.a.s. 16.-18. nóvember. Það er mæting stundvíslega kl. 17:30 á föstudagskvöld á M6 en fyrirhugað er að koma í bæinn fyrir kl. 19 á sunnudagskvöld.

Námskeiðið er skylda fyrir Nýliða 1 og þá Nýliða 2 sem misstu af því í fyrra. Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriðin í vetrarferða- og fjallamennsku.

Allar nánari upplýsingar veita Undanfarar.

—————-
Texti m. mynd: Á góðri stundu
Höfundur: Hálfdán Ágústsson