Æfing í björgun úr biluðum skíðalyftum

Undanfarar og -rennur, auka góðra gesta úr Undanförum HSSK, héldu í Bláfjöllin á dögunum og æfðu björgun úr biluðum skíðalyftum. Við vorum alls 14 sem hittum góðan og traustan starfsmann Bláfjalla sem kenndi okkur á græjurnar og útskýrði fyrir okkur ferlið.

Í sem einföldustu máli þá eru björgunarsettin til í Bláfjöllum og hvert sett er fyrir tvo björgunarmenn. Annar maðurinn klifrar upp í valinn lyftustaur, rennir sér eftir vírnum að fyrsta stól á meðan hinn tryggir hann. Svo er hrollköldum skíðamönnunum slakað niður úr stólnum, einum í einu. Björgunarmaðurinn rennir sér svo að næsta stól og svo koll af kolli.

Nokkrar myndir á myndasíðu.

—————-
Texti m. mynd: Traust handbrögð Trausta
Höfundur: Hálfdán Ágústsson