Category Archives: Tilkynningar

Tilkynningar til félaga.

Nýliðakynning HSSR 5 sept. nk.

21016151_1801567126539582_2788981050655868519_o

Þriðjudaginn 5. september kl. 20:00 verður nýliðakynning á Malarhöfða 6 þar sem dagskrá nýliðaþjálfunar HSSR verður kynnt í máli og myndum. Farið verður yfir þær kröfur sem gerðar eru til þátttakenda sem og þann búnað sem nýliðar þurfa að hafa tiltækan.

Með því að taka þátt í nýliðaþjálfun ert þú að gefa kost á þér í sjálfboðaliðastarfi næstu árin sem felur meðal annars í sér þátttöku í útköllum í alls konar kringumstæðum. Í staðinn færðu ómetanlega reynslu, tekur þátt í góðum félagsskap og lætur gott af þér leiða.

Í stuttu máli: Þjálfun nýliða spannar 20 mánaða tímabil þar sem boðið er upp á námskeið í allri þeirri hæfni sem björgunarfólk þarf að búa yfir. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og mörg námskeiðanna spanna heilar helgar. Inn í þjálfunina er fléttað lengri og styttri gönguferðum þar sem reynir á þátttakendur í margvíslegum kringumstæðum. Að þjálfunartíma afloknum útskrifast þátttakendur sem fullgildir björgunarmenn og fara þá á útkallsskrá HSSR.

Á þjálfunartíma taka nýliðar fullan þátt í fjáröflunarstarfi sveitarinnar sem er samsett úr fjölmörgum viðburðum á tímabilinu.

Allir eru velkomnir á fundinn. Vinsamlega látið áhugasama vita og bjóðið þeim með. Hér er bæklingur sem kynnir þjálfunina ágætlega. Nánari upplýsingar á hssr.is/nylidar.

Aldurslágmark er 18 ár.

Myndir úr nýliðaþjálfun undanfarinna ára: http://bit.ly/2v9c1rt

Nýliðaþjálfun 2016-18

Þriðjudaginn 6. september verður dagskrá nýliðaþjálfunar hjá HSSR kynnt í máli og myndum í húsnæðis sveitarinnar að Malarhöfða 6. Farið verður yfir þær kröfur sem gerðar eru til þátttakenda sem og þann búnað sem nýliðar þurfa að hafa tiltækan.

Með því að taka þátt í nýliðaþjálfun ert þú að gefa kost á þér í sjálfboðaliðastarfi næstu árin sem felur meðal annars í sér þátttöku í útköllum á fjöllum og láglendi. Í staðinn færðu ómetanlega reynslu, tekur þátt í góðum félagsskap og lætur gott af þér leiða.

Nýliðar 2014 á leitaræfingu

Í stuttu máli: Þjálfun nýliða spannar 18 mánaða tímabil þar sem boðið er upp á námskeið í allri þeirri hæfni sem björgunarfólk þarf að búa yfir. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og mörg námskeiðanna spanna heilar helgar. Inn í þjálfunina er fléttað lengri og styttri gönguferðum þar sem reynir á þátttakendur í margvíslegum kringumstæðum. Að þjálfunartíma afloknum útskrifast þátttakendur sem fullgildir björgunarmenn og fara þá á útkallsskrá HSSR.

Á þjálfunartíma taka nýliðar fullan þátt í fjáröflunarstarfi sveitarinnar sem er samsett úr fjölmörgum viðburðum á tímabilinu.

Stofnaður hefur verið viðburður á Facebook til kynningar á fundinum. Athugið að skráning í þennan viðburð er ekki skilyrði fyrir mætingu, allir eru velkomnir á fundinn. Vinsamlega áframsendið þetta fundarboð á áhugasama einstaklinga.

Aldurstakmark er 18 ár.

Sveitarfundur HSSR

Sveitarfundur HSSR

Sveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 15. mars nk. á milli kl. 19-22 að Malarhöfða 6, 110 Reykjavík. Úrvals góð íslensk kjötsúpa verður á boðstólum á milli kl. 18:30 og 19. Eru félagar því hvattir til að mæta ögn fyrr og njóta góðra veitinga.

Dagskrá
Skýrsla sveitarforingja
Skýrsla gjaldkera
Fullgilding nýrra félaga
– Kaffihlé
Yfirlit yfir virkni
Kynning á tillögum að lagabreytingum
Kynning á bílamálum
Önnur mál

Sveitarfundur

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til almenns sveitarfundar þriðjudagskvöldið 29. september kl. 20.00 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6.

Dagskrá

  • Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
  • Inntaka nýrra félaga.
  • Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulega sveitarfundi.
  • Starfsáætlun vetrarins.
  • Kaffihlé.
  • Önnur mál.
  • a. Nokkur orð frá sveitarforingja (nýliðun, markaðsmál, fjáröflun, upplýsingatækninefnd, árshátíð, uppstillingarmál o.fl.).
  • b. Kynning frá bækistöðvarhópi og útkallsmál.
  • c. Dagskrármál.
  • d. Breytingar á sjúkrahópi.
  • e. Kynning á skýrslu tækjakostsnefndar.
  • f. Enn önnur mál.

Rétt er að benda á að hugsanlegar lagabreytingar á aðalfundi þarf að kynna á þessum fundi.

Kynning á þjálfun nýliða 2015-17

Nýliðar 2014 á leitaræfingu

Dagskrá nýliðaþjálfunar hjá HSSR verður kynnt í máli og myndum þriðjudaginn 1. september kl. 20-22 að Malarhöfða 6. Dagskráin er þannig að þjálfunin í heild sinni verður kynnt, farið verður yfir þær kröfur sem gerðar eru til þátttakenda sem og þann búnað sem nýliðar þurfa að hafa tiltækan á meðan þjálfun stendur. Áhugasamir geta skráð sig í þennan viðburð á Facebook, en það er þó ekki nauðsynlegt.

Með því að taka þátt í nýliðaþjálfun ert þú að gefa kost á þér í sjálfboðaliðastarfi næstu árin sem felur meðal annars í sér þátttöku í útköllum á fjöllum og láglendi. Í staðinn færðu ómetanlega reynslu, tekur þátt í góðum félagsskap og lætur gott af þér leiða.

Í stuttu máli: Þjálfun nýliða spannar 18 mánaða tímabil þar sem boðið er upp á námskeið í allri þeirri hæfni sem björgunarfólk þarf að búa yfir. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og mörg námskeiðanna spanna heilar helgar. Inn í þjálfunina er fléttað lengri og styttri gönguferðum þar sem reynir á þátttakendur í margvíslegum kringumstæðum. Að þjálfunartíma afloknum útskrifast þátttakendur sem fullgildir björgunarmenn og fara þá á útkallsskrá HSSR.

Á þjálfunartíma taka nýliðar fullan þátt í fjáröflunarstarfi sveitarinnar sem samsett er úr fjölmörgum viðburðum á tímabilinu.

Aldurstakmark er 18 ár.

Fyrirlestraröð á leitartæknisviði

Fyrirlestrakvöld leitartæknihópa á svæði 1

Í kvöld verður haldin fyrirlestraröð um málefni sem snerta leitartækni í húsnæði HSSR að Malarhöfða 6 og hefst dagskráin kl. 19. Á dagskrá eru fimm erindi:

  • Almennar ábendingar frá tæknideild RLS
  • Hagnýt notkun dróna í björgunarstörfum
  • Notkun snjalltækja í aðgerðum
  • Leitarhundar
  • Almennt um leitartæknimál

Allir félagar á svæði 1 eru velkomnir hvort sem er fullgildir eða nýliðar.

Vinir HSSR, stofnfundur

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík
boðar til fundar miðvikudaginn 17. sept. n.k. kl 20:00,
sem haldinn verður í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6.

Tilefni fundarins er stofnun:

Vina HSSR
(Hollvinasamtaka Hjálparsveitar skáta í Reykjavík)

Vorið 2013 ákvað stjórn HSSR að hefja vinnu sem miðaði að því að ná saman á einn stað nöfnum sem flestra aðila sem einhvern tíma hafa starfað innan vébanda HSSR.

Stjórn sveitarinnar vill með þessu endurnýja sambandið við gamla félaga sveitarinnar og stuðla að endurnýjuðum kynnum þeirra með það að markmiði að úr geti orðið einhverskonar samtök eða hópur eldri félaga sem getur stutt við starfsemi HSSR með margvíslegu móti.

Til að koma þessari vinnu af stað voru fengnir þrír ‘gamlir’ félagar HSSR, þeir Benedikt Þ. Gröndal, Laufey Gissurardóttir og Eggert Lárusson, sem ásamt ýmsum öðrum félögum HSSR hafa unnið að undirbúningi málsins.

Undirbúningsnefndin hefur unnið talsvert starf við að afla upplýsinga í eldri félagaskrám sveitarinnar. Nú er búið að ná saman milli 600-700 nöfnum eldri félaga. Þar af er um helmingur þeirra enn skráður á félagalista HSSR. Stefnt er að því að ná til sem flestra eins og kostur er.

Fyrst um sinn hefur verið miðað við að ná til þeirra sem hafa undirritað eiðstaf sveitarinnar, en sá siður hefur verið viðhafður frá árinu 1966.

Fyrir þann tíma eða milli 1962 þegar sveitin var endurreist og 1966 voru m.a. svokallaðir boðunarflokkar hinna 8 deilda Skátafélags Reykjavíkur. En ýmsir sem þar störfuðu undirrituðu eiðstafinn eftir 1966, en aðrir gerðu það ekki af ýmsum ástæðum. Hugmyndin er að ná til þessa hóps síðar, sem og þeirra sem störfuðu í sveitinni fyrir 1962.

Stefnt er að því að samtökin verði málefnamiðuð sem taki að sér ýmiskonar vinnu við málefni sem hinir starfandi félagar eru ekki að sinna, en koma starfsemi HSSR til góða.

Stjórn HSSR skipar samtökunum stjórn fyrsta starfsárið, en síðan verður kosin stjórn á næsta aðalfundi samtakanna. Stjórnin verði ábyrg gagnvart stjórn HSSR og gefur henni stutta skýrslu um starfsemi samtakanna í lok hvers starfsárs.

Undirbúningshópurinn telur, að það sé líklegt til árangurs að stofnaðir verði vinnuhópar eða flokkar um hvert málefni og að hver hópur velji sér talsmann eða foringja. Heppilegur fjöldi í hverjum hóp er 5-8 félagar. Talsmenn/foringjar hvers verkefnishóps gefa stjórn hollvinasamtakanna skýrslu í lok árs.

Undirbúningshópurinn telur áríðandi að halda væntanlegri starfsemi eins einfaldri og mögulegt er, en fyrst og fremst að hafa gaman af og reyna eftir megni að endurupplifa ‘ævintýrið’ að vera félagi í hjáparsveit og gera í leiðinni ‘gömlu sveitinni’ sinni eitthvert gagn.

Undirbúningshópurinn telur að það séu í raun fá takmörk fyrir því hverskonar verkefni eða málefni svona samtök gætu unnið að, svo fremi að þau styrki starfsemi HSSR og þá um leið þjóðfélagsins alls.

Það er ekki ætlunin að samtökin hlutist í mál og verk sem starfandi félagar sinna. Þó eingöngu ef stjórn sveitarinnar eða tilteknir hópar innan HSSR óska eftir aðstoð samtakanna við tiltekin mál.

Meðal þeirra mála sem samtökin gætu unnið að er t.d.:

  • Viðhald húsnæðis, lóðar eða eigna HSSR.
  • Skrásetning sögu HSSR og æviatriða einstaklinga tengdum HSSR.
  • Minjasöfnun, varsla og skrásetning muna HSSR.
  • Söfnun og skrásetning mynda úr starfi HSSR.
  • Undirbúningur og umsjón fræðslufunda um málefni HSSR fyrir ‘Vini HSSR’.
  • Öflun nýrra styrktaraðila fyrir HSSR.
  • Umsjón með fræðslu- og skemmtiferðum fyrir ‘Vini HSSR’.
  • Þátttaka í ýmsum fjáröflunum fyrir HSSR.
  • Undirbúningur og umsjón með t.d. reglulegu kaffi eða ‘brunch’ fyrir eldri félaga.
  • Önnur málefni sem tengjast starfi HSSR.

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík bíður alla eldri félaga sveitarinnar velkomna á fundinum, og vonar að þeir geti átt gott samstarf með gömlum og nýjum félögum innan HSSR, en á fundinum verður boðið upp á veitingar.

Merki HSSR

Ný stjórn HSSR fyrir starfsárið 2013-14

Á aðalfundi HSSR, sem haldinn var 12. nóvember, var ný stjórn sveitarinnar fyrir starfsárið 2013-14 kosin og skipa hana því eftirtaldir einstaklingar næsta árið:

  • Haukur Harðarson, sveitarforingi
  • Daníel Másson
  • Einar Ragnar Sigurðsson
  • Melkorka Jónsdóttir
  • Sigþóra Ósk Þórhallsdóttir
  • Tómas Gíslason
  • Þorbjörg Hólmgeirsdóttir

Félagar í HSSR óska stjórnarfólki velfarnaðar í starfi.

Framboð fyrir aðalfund HSSR

Uppstillingarnefnd HSSR óskar hér með eftir tilnefningum til stjórnar HSSR. Tekið er við ábendingum frá öllum félögum en bent er á að aðeins fullgildir félagar geta boðið sig fram til stjórnarsetu.

Við minnum á að hlutverk uppstillingarnefndar er að sjá til þess að á aðalfundi séu komin framboð í öll laus sæti í stjórn og öðrum embættum sem kjósa skal í. Jafnframt minnum við á að hægt er að tilkynna um framboð, allt fram að kosningu á aðalfundi sem fer fram í nóvember.

Tölvupóstfang uppstillingarnefndar er uppstilling@hssr.is og þar er tekið við öllum tillögum að framboðum og öðrum hugrenningum ágætra félaga HSSR.

Bestu kveðjur frá uppstillingarnefnd HSSR,
Hálfdán, Helga og Helgi.

Sveitarfundur 24. september

Þann 24. september næstkomandi verður haldinn sveitarfundur HSSR á Malarhöfða 6.

Fundurinn hefst kl. 20.00 og eru allir félagar hvattir til að mæta. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá nýliða sem voru að hefja starf að fá innsýn í starf HSSR

Á fundinum verður meðal annars kynnt skýrsla stjórnar, farið yfir hópaskipulag, breytingar í nýliðaþjálfun, dagskrá sveitarinnar og viðburðir á næstunni, farið yfir styrki til námskeiða, áætlun útkallshópa næsta veturs og loks verður kynning frá félaga í sveitinni.

Stjórn hvetur alla félaga að fjölmenna!