Category Archives: Tilkynningar

Tilkynningar til félaga.

Breytingar á svörun við útkallsboðun

Frá og með 22. maí 2012 munu allir félagar í HSSR sem fá útkallsboð í gegnum Neyðarlínuna eða bakvaktarsíma bækistöðvar svara þeim með SMS boðum í aðalnúmer sveitarinnar, 577-1212. Útbúin hefur verið vefsíða með öllum helstu upplýsingum er varða þessa breytingu og eru félagar beðnir um að kynna sér hana vandlega. Vefslóðin er:

http://bit.ly/hssr-svorunVið hvetjum alla félaga til að breyta svörum við útkllsboðun og kynna sér hvernig ætlast er til að útkallsboðum sé svarað. Gamla númerið 841-3030 verður áfram í notkun sem bakvaktarsími bækistöðvarhóps. Stjórn og bækistöðvarhópur

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Námskeið í rötun og ferðamennsku lukkaðist vel

Í gærkvöldi, 15. maí, var haldið rúmlega tveggja tíma námskeið í rötun og ferðamennsku í bækistöðvum HSSR á Malarhöfða. Nálægt 60 manns sóttu námskeiðið sem haldið var í tilefni af 80 ára afmæli HSSR. Yfirferð leiðbeinenda var hröð og markviss og virtust þátttakendur sáttir þegar upp var staðið.

Aðstandendur námskeiðsins vilja þakka öllum fyrir komuna með frómum óskum um gott og farsælt ferðasumar!

—————-
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson

Vorferð á Vatnajökul – skráning er hafin

Jökull 2012 – 16.-20.maí

Þá er komið að hinni árlegu Vatnajökulsferð Bola og Bíló. Stefnan þetta árið er tekin á vestanverðan jökulinn – þar sem sólin skín. Ferðin er öllum opin en sætaframboð er takmarkað og miðast við Bola og tvo jeppa. Að venju er gert ráð fyrir að ferðalangar taki með sér skíðin og rennslisáburðinn því maður tanar mest ef maður hangir aftan í Bola. Gist verður í tjöldum 2 nætur og skála á Grímsfjalli 2 nætur.

Lagt verður upp síðdegis þann 16 maí og er ferðinni heitið inn í Jökulheima. Tjaldað þar eða við jökulrætur.
17. Maí – uppstigningardagur. Haldið á jökul. Litast um í Grímsvötnum og og á Grímsfjalli. Gist í skála Jörfí á fjallinu.
18.-19. Maí verður ferðast um jökul, endanlegt ferðaplan mun ráðast að einhverju leyti af vindáttum og veðri. Gist í tjöldum 18. og endað á Grímsfjalli að kvöldi 19.
Plönin á vinnuborðinu eru
A: Suðvesturhluti jökuls, (Pálsfjall, Þórðarhyrna, Hágöngur, o.fl.)
B: Skaftafellsfjöll og Þumall
C: Kverkfjöll og nágrenni.
20. Maí Dólað niður í Jökulheima, etv. Með viðkomu á Kerlingum og fl.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á http://bit.ly/IAq2i3 og eru 20 sæti í boði. Hér gildir hin gullna regla „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Hægt er að fylgjast með skráningu á http://bit.ly/JNtqd8.

—————-
Texti m. mynd: Í fyrra fengum við gos – nú fáum við sólgos…
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson

Fjölskyldudagur í Skálafelli

Dásamlegt veður, Boli og sleðar að ferja upp, renna sér niður á skíðum, brettum, sleðum og slöngum. Slaka svo á og fá sér pulsu, svala, kakó og kex. Hljómar eins og uppskrift að dásamlegum degi.

Alls voru um 70 skráðir til leiks, félagar, tilvonandi félagar allt frá eins árs aldri, systkini, kærustur og kærastar. Dagurinn tókst frábærlega. Að vísu komu útköll inn í dagskránna sem ekki hafði verið gert ráð fyrir en því var að sjálfsögðu bara reddað.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fyrirlestur um leitarsvið og myndasýning frá Elbru

Opinn fyrirlestur á Malarhöfða þriðjudag 24. apríl.

Einar Eysteinsson frá HSSK Kemur og kynnir niðurstöður úr rannsókn á leitarsviði. Þetta er kynning á verkefninu "Að sjá og finna" sem fór fram sumrin 2010 og 2011. það fólst í að mæla leitarsvið á Íslandi en það hefur ekki verið gert áður. Verða niðurstöður verkefnisins kynntar.

Ragnar Antoníussen segir frá og sýnir myndir frá ferð sem hann fór á Elbrus ásamt fleira fólki fyrir nokkrum árum.

Skráning er á d4 https://hssr.d4h.org/team/events/view/34158

—————-
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson

Að finna og sjá – Elbrus

Tvö erindi verða á dagskrá þriðjudagskvöldið 24.apríl. Einar Eysteinsson frá HSSK Kemur og kynnir niðurstöður úr rannsókn á leitarsviði. Þetta er kynning á verkefninu "Að sjá og finna" sem fór fram sumrin 2010 og 2011. það fólst í að mæla leitarsvið á Íslandi en það hefur ekki verið gert áður. Verða niðurstöður verkefnisins kynntar.

Ragnar Antoníussen segir frá og sýnir myndir frá ferð sem hann fór á Elbrus ásamt fleira fólki fyrir nokkrum árum

Skráning á D4H

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Sumardagurinn fyrsti

Við minnum á Fjölskyldudag HSSR sem verður væntanlega haldinn í Skálafelli m.v. veðurspá fyrir fimmtudaginn. Til þess að tryggja fólki sem bestan sveigjanleika hefur verið ákveðið að þátttakendur komi á sínum eigin bílum. Ef einhver á í vandræðum með það, þá er hægt að hafa samband við Óla Jón eða Villa sem finna út úr því. Það verður grillað kl. 12:30 og því er nauðsynlegt að allir félagar geri grein fyrir fjölda gesta svo hægt sé að kaupa hæfilega inn af mat: http://bit.ly/HxDCId

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Opin æfing sjúkrahóps

Þann 12. mars verður æfing sjúkrahóps og hún verður viðvið erfiðar aðstæður í grend við Reykjavík. Tilgangurinn er að æfa bráðaflokkun, stjórnun, aðkomu að sjúklingum, umönnun, björgun, flutning og samvinnu í hóp. Nánari upplýsingar á D4H en þegar eru 15 skráðir til leiks viku fyrir æfingu.

Æfingin verður keyrð eins og útkall þannig að mikilvægt er að félagar mæti tilbúnir til leiks. Æfingin krefst undirbúning þannig að það er gott að skrá sig sem fyrst.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Preytt plan fyrir páskaferð

Það varð ekki mikil skráning í margra daga páskaferð og því er núna gerð tilraun tvö með dagsferðir.

Þrjár ferðir eru á dagskrá og ef þátttaka verður góð, verða þær allar farnar en annars þær ferðir sem fá besta þátttöku.

Þetta eru ferðir á:

Tindfjöll á Skírdag, 5. apríl – skráning: https://hssr.d4h.org/team/events/view/37473Snæfellsjökull á föstudaginn langa, 6. apríl – skráning: https://hssr.d4h.org/team/events/view/37474Eyjafjallajökul á laugardaginn 7. apríl – skráning: https://hssr.d4h.org/team/events/view/37475

—————-
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson

Páskaferð komin á dagskrá

Páskaferð er komin á dagskrá. Farið verður á Bola og hugsanlega fleiri tækjum.

Tekið verður mið af veðurspá en ætlunin er að fara inn á Fjallabak og hugsanlega eitthvað upp í Tindfjöll. Í megindráttum verður ferðast á Bola og öðrum tækjum en eftir áhuga þátttakenda verður hægt að skipuleggja hluta ferðarinnar sem gönguskíðadaga. Ætlunin er að fara um eða nálægt fjalllendi þannig að hægt verði að brúka fjallaskíði.

Gisting verður að mestu leyti í tjöldum.

Nánara fyrirkomulag skýrist væntanlega fyrir ferðina og fer að einhverju leyti eftir því hvernig skíðandi / gangandi fólk skráir sig í ferðina.

En fyrstir koma, fyrstir fá. Inngengnir og N2 sem gengu ekki inn á sveitarfundinum í mars hafa forgang en ef það er pláss þá er um að gera fyrir N1 að nýta sér það. Alls er pláss fyrir a.m.k. 10 þátttakendur ef bara verður farið á Bola.

Skráning á D4h:

https://hssr.d4h.org/team/events/view/34157

—————-
Texti m. mynd: Úr vorferð á Vatnajökul 2011, Grímsvötn svona kort
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson