Dagsferð á gönguskíði 25. mars kl. 08:00

Áætlað er að fara frá M6 kl. 8.00 stundvíslega. Eins og staðan er nú er lítið um snjó í nágrenninu og því stefnt á að ganga á Heklu, en það verður þó ákveðið endanlega á föstudag með tilliti til veðurs og snjóalaga. Ferðin er í umsjón Eftirbáta. Áhugasamir hafi samband við Ólafíu í síma 862-2863 eða Gunnlaug í síma 824-6406. Þátttaka tilkynnist til olafia.adalsteinsdottir@landsbanki.is eða gunnlaugur@live.is. eigi síðar en á hádegi föstudags 24.3. Reiknað er með að koma til baka um kvöldmatarleytið, jafnvel að skella sér í sund á bakaleiðinni.

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir