Denali

Róbert Halldórsson, meðlimur HSSR, var rétt í þessu að stíga upp í vél til Bandaríkjanna ásamt félaga sínum, Guðmundi E. Halldórssyni. Þeir fljúga til Seattle og þaðan til Alaska þar sem planið er að klífa hæsta tind Norður-Ameríku.

Denali er 6195 m. að hæð og er jafnan talið kaldasta fjall í heimi, en lægsti hiti sem þar hefur mælst er um -83,4°C með vindkælingu. Fjallið þekkist einnig undir nafninu Mount McKinley og er staðsett í Denali þjóðgarðinum í Alaska. Fyrsta tilraun við að klífa fjallið var árið 1903 en það var ekki fyrr en 1913 sem að slíkur leiðangur bar árangur. Arnór Guðbjartsson var síðan fyrsti Íslendingurinn til að klífa fjallið árið 1979.

Reiknað er með því að ferðin í heild sinni taki um 2 vikur en félagarnir gefa sér allt að 30 daga til þess að komast á tindinn vegna mikilla óveðra sem geta geysað þarna uppi.

Styrktaraðilar ferðarinnar eru:

Fjallakofinn með Scarpa, Marmot, Julbo, Smartwool, Helsport og Black Diamond
Real Turmat
Kostur
Swiss Miss
Corny
Canon á Íslandi

—————-
Texti m. mynd: Hæsta fjall Norður-Ameríku, Denali
Höfundur: Katrín Möller