Fjall kvöldsins 11. maí

Miðvikudaginn 11. maí verður síðasta Fjall kvöldsins á þessum vetri klifið. Í þetta sinn verður farið á Móskarðshnjúka austur af Esju en af toppi Móskarðshnjúka opnast fallegt sjónarhorn á Suðvesturland. Arnar Halldórsson mun sjá um leiðsögn.

Sem áður verður lagt af stað frá M6 kl. 18 og verður akstur á vegum sveitarinnar en gripð til einkabílsins ef þörf krefur. Áætlaður göngutími er 4 klst., vegalengdin er áætluð 8 km og fjallið er 807 m (607 m hækkun).

Nánari lýsing á leiðinni: Gengið verður frá sumarhúsabyggðinni í Þverárdal upp að Bláhnúk og síðan á hæsta tind Móskarðshnjúka. Á bakaleiðinni verður gengið ofan á Hnjúkunum að Laufskörðum sem við kíkjum á ef tími og aðstæður leyfa. Að lokum er gengið niður að Gráhnúk og endað aftur niður við sumarhúsabyggðina í Þverárdal.

—————-
Höfundur: Íris Lind Sæmundsdóttir