Eftirbátar renna áfram

Bárðargötufarar þeir Eftirbátar renna enn eftir snjónum og gistu í gærkvöldi í Sylgjufellsskála og munu halda áfram í dag og verða sennilega í Jökulheimum í kvöld.

Talaði við Hilmar nú rétt fyrir kl. 18. Eftirbátar komnir í Jökulheima og allt gott að frétta. Ein skíði hafa þó gefið upp öndina en nýtt skíðapar var sent af stað með jeppamönnum á leið í Jökulheima nú síðdegis. Viðbót, Hlynur Sk.

—————-
Höfundur: Anna María Lind Geirsdóttir