Eldgos í Grímsvötnum – HSSR á Vatnajökli

Alls 18 félagar í HSSR hafa verið á Vatnajökli frá 18 maí við æfingar. Um hádegisbil í dag lagði leiðangurinn af stað frá Grímsfjalli í átt að Skálafellsjökli aðeins nokkrum klukkustunum áður enn eldgos hófst í Grímsvötnum.

Hópurinn er í góðu yfirlæti þessa stundina (laugardagskvöldið 21/5) í tjöldum við rætur Skálafellsjökuls skammt frá Jöklaseli.

Til stendur að hópurinn komi til Reykjavíkur annað kvöld. Hugsanlegt er þó að Reykur Boli aðstoði jarðvísindamenn við sýnatökur á morgun sunnudag.

—————-
Texti m. mynd: Reykur Boli
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson