Róður á sjómannadag

Það hefur verið skorað á HSSR að senda lið í róðrarkeppni á sjómannadaginn.Keppt verður laugardaginn 4. júní og keppni hefst klukkan 14.00. Í hverju liði eru 6 ræðarar og einn stýrimaður. Keppt er bæði í kvenna- og karlaflokkum.

Um er að ræða ca 400 metra róður innan hafnarinnar og gert er ráð fyrir að þar verði lið frá öðrum viðbragðsaðilum, öðrum sveitum, lögreglu og slökkviliði. Liðunum gefst tækifæri til að æfa flesta daga fram að sjómannadegi. Nánari upplýsingar um málið veitir Haukur sveitarforingi, haukur@frae.is

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson