Fagnámskeið í leitartækni

Fagnámskeið í leitartækni var haldið í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjavík
dagana 27. – 30. mars sl.
Leiðbeinendur voru Sigurður Ó. Sigurðsson og Einar Eysteinsson hjá Björgunarskóla SL.

Mættu alls 8 björgunarmenn, víðsvegar frá höfðuborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum.
Á námskeiðinu var rifjað upp námsefni grunnnámskeiðsins; fjallað um leitarfræðin, líkindi, leitarsvið, hegðun týndra, sporrakningar, leitaraðferðir, stjórnun leitaraðgerða kynnt, fjallað um eldri aðgerðir og lært af þeim og fjallað um það nýjasta sem er á baugi í leitartækni hverju sinni.
Var námskeiðið þannig uppbyggt að fyrir hádegi var kennt inni en eftir hádegi var farið út að leika 🙂
Var m.a. æfð hraðleit, svæðisleit, sporaleit, vísbendingaleit, fínleit og hljóðaleit.

Námskeiðið var í alla staði mjög fræðandi og lærdómsríkt en ekki síst tókst því að skapa góðan
samræðugrundvöll fyrir okkur sem komum úr mismunandi sveitum til að miðla þekkingu og reynslu okkar á  milli.

Hér er hópurinn samankomin eftir lokaæfinguna á sunnudeginum 🙂
_MG_6116