Fjall kvöldsins – 29. september

Annað fjall kvöldsins verður klifið miðvikudaginn 29. september. Leiðsögumaður verður Árni Tryggvason en hann hyggst leiða göngumenn í óvissuferð þannig að heiti fjallsins verður ekki gefið upp fyrr en að göngunni kemur. Hann hefur hins vegar gefið upp að um brattan hnúk verði að ræða með tveimur toppum. Þetta verður smá brölt með viðkomu á tveimur sögustöðum sem gaman verður að skoða og kynna sér. Fullgildir og nýliðar eru hvattir til að mæta enda verður þetta örugglega ævintýraleg ferð með topp-leiðsögumanni. Mæting verður á Malarhöfðann kl. 17:45 og brottför kl. 18. Akstur á vegum sveitarinnar og á einkabílum ef þörf verður á. Mikilvægt er að vera vel búinn, í góðum skóm og í hlýjum fatnaði. Svo er óvitlaust að taka með sér höfuðljós og góðan nestisbita. Svo er nú bara sjálfgefið að góða skapið verður með í för 😀

Sjáumst

—————-
Höfundur: Íris Lind Sæmundsdóttir