Fjall kvöldsins 5. apríl (ATH brottför kl. 17)

Þriðjudaginn 5. apríl verður Leggjabrjótur genginn í gönguröðinni Fjall kvöldsins. Það verða þau Hanna Lilja og Ottó Ingi sem munu leiða fólk yfir Leggjabrjótinn. Leggjabrjótur er skemmtileg forn þjóðleið milli Þingvalla og Botnsdals/Brynjudals. Áætla má að gangan taki 4-5 klst. og því verður lagt af stað frá M6 kl. 17. Eins og áður er akstur á vegum sveitarinnar en við grípum til einkabílsins ef þörf verður á.

Nánari upplýsingar um leiðina má m.a. finna hérna: http://kjos.is/frodleikur-ur-kjos/hreppslysing-sr-gunnars-kristjanssonar/leggjabrjotur/ og hér er sniðugt kort: http://www.bikemap.net/route/641202#lat=64.34258&lng=-21.20705&zoom=11&type=2

Lagt er til að mannbroddar verði í bakpokanum svona til öryggis, ásamt höfuðljósi vatni, nesti og öðrum persónulegum nauðsynjum.

Sjáumst hress

—————-
Höfundur: Íris Lind Sæmundsdóttir