Þverártindsegg páskahelgina 21 – 25 apríl.

Páskaferð Fjallahóps á Þverártindsegg í Kálfafellsdal í Suðursveit á Suðausturlandi.

Fjallið:
Þverártindsegg er 1.554 metra há og í raun 3 til 4 km langur hryggur þar sem hæsti tindurinn rís beint upp af botni Eggjardals sem er hliðardalur innarlega í stórbrotnu umhverfi Kálfafellsdals. Tindurinn er háreistur, brattur og mikilfenglegur. Óhætt er að fullyrða að leiðin á þetta glæsilega fjall sé ein af fallegri fjallaleiðum á Íslandi. Ef ekki sú fallegasta.

Fjallaferðin:
Fyrir utan yfirferðina yfir skriðjökulinn Skrekk er leiðin mestöll brött og frekar krefjandi. Gera má ráð fyrir opnum sprungum sem þvera uppgönguleiðina. 12.4 km fjallaleið sem tekur um 12-14 klst.
Fjallaferðin hefst í Eggjardal og munum við aka þangað frá gististað.

Gisting:
Gist verður í tjöldum yst í Kálfafellsdal. Fólk rottar sig sjálft saman í gistingu.

Dagsetning ferðar:
Ferðin verður farin á tímabilinu 21. til 25. apríl. Látum það aðeins stjórnast eftir veðri. Endanleg dagsetning verður ákveðin þegar nær dregur.

Forkröfur:
Þátttakendur verða að hafa lokið námskeiðunum „Snjóflóðanámskeið“ og „Fjallamennska 2“.

Búnaður:
Almennur búnaður sem ætlaður er til fjallamennsku að vetrarlagi. Tjald og annar gistibúnaður.

Skráning er hafin á korkinum.

Umsjón ferðar:
Fjallahópur / Raggi.

—————-
Texti m. mynd: Þverártindsegg – Marteinn S. Sigurðsson
Höfundur: Ragnar K. Antoniussen