Fjall kvöldsins í kvöld – Mosfellsbæjarhringur

Í dag fimmtudaginn 24. september n.k. verður farin önnur gangan í röðinni Fjall kvöldsins. Í þetta skiptið er fyrirhugað að ganga á þrjú fjöll en ekki bara eitt! Hringurinn er ca. 7,3 km og fjöllin þrjú eru Helgafell, Æsustaðafjall og Reykjafell. Hvetjum við nú alla „nýja“ og „eldri“ félaga að taka þátt, dusta rykið af gönguskónum og setja upp vind-og vatnshelda gallann. Fararstjóri er Pétur Ásbjörnsson. Við ætlum að hittast kl. 17:45 á M6 en brottför verður kl. 18:00.Skráning er á Korkinum og með því að senda tölvupóst á hssr@hssr.is Sjáumst!

—————-
Texti m. mynd: Vont veður er ekki til!
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson