Ísklifurnámskeið 2009

Næstkomandi sunnudag eða þann 27. september verður haldið ísklifurnámskeið í boði Undanfara. Námskeiðið er skylda fyrir Nýliða 2 en jafnframt opið öðrum meðlimum sveitarinnar.

Brottför er kl. 7:00 frá M6. Hefðbundinn útivistar- og klifurbúnað þarf að hafa með í för; þar á meðal belti, gönguöxi, hjálm, brodda, karabínur, sigtól, prússíkbönd og slinga.

Undanfarar HSSR

—————-
Texti m. mynd: Róbert klifrar efsta haftið í Ýring í Brynjudal
Höfundur: Guðlaugur Ingi Guðlaugsson