Fjall kvöldsins – Vífilsfell

Þriðjudaginn 3. nóvember n.k. verður farin fjórða gangan í röðinni Fjall kvöldsins.
Í þetta skiptið er fyrirhugað að ganga á eitt helsta útsýnisfjall Reykjavíkur, Vífilsfell. Fjallið er áfast Bláfjallahryggnum og er 655 m hátt.
Göngubyrjun er við Jósepsdal og er göngutími um 3 – 4 tímar.
Við hvetjum alla til að taka þátt og mæta með góða gönguskó –og galla, höfuðljós og nasl í poka á M6 kl. 17:45 en brottför verður kl. 18:00.

Fararstjóri verður: Hilmar Már Aðalsteinsson.
Sjáumst hress!

—————-
Texti m. mynd: Myndina tók Árni Tryggvason í mars sl.
Höfundur: Melkorka Jónsdóttir