Fundir með útkallshópum

Í vikunni hófust fundir stjórnar með útkallshópum. Fyrsti fundur var á mánudag með bækistöðvarhóp en í gær fimmtudag voru fjórir fundir með sjúkrahóp, alþjóðasveit, léttsveit og viðbragsðhóp. Í næstu viku verða svo leitarhópur, tækjahópur, sleðar og undanfarar. Fundirnir eru haldnir til að fara yfir almennt yfir starf, markmið og búnaðarkaup fyrir starfsárið. Að hálfu stjórnar er farið yfir áherslur og okkar sýn á framtíðina.

Fundirnir hafa verið mjög góðir, umræður opnar og skýrari sýn fengist á áherslur og einstök mál. Í framhaldi af fundunum er verður gefin út að nýju bæklingur um útkallskerfi HSSR, áherslur og ábyrgðir hópa og hvaða kröfur eru gerðar til einstaklinga sem starfa með þeim. Stjórn vill hvetja félaga í viðkomandi hópum til að mæta á þessa fundi, þeir eru hugsaðir fyrir alla félaga hópsins.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson