Fjallamennska I – Hrafntinnuskeri

Um síðustu helgi hélt vaskur hópur Nýliða I í Hrafntinnusker á námskeið í fjallamennsku. Keyrt var í Landmannalaugar á föstudeginum og gist þar. Það var ekkert gefið eftir og hópurinn var ræstur kl 6 og haldið af stað um 7. Gangan í Hrafntinnusker gekk nokkuð vel fyrir sig þó svo að það hafi gustað aðeins um mannskapinn á leiðinni. Í Höskuldarskála var kastað af sér mest af dótinu og haldið út aftur og farið yfir grundvallaratriði fjallamennsku. Kvöldvakan á laugardeginum var ansi fámenn enda hópurinn orðinn þreyttur eftir langa göngu og æfingar dagsins, en stemmningin var þrátt fyrir það góð.

Á sunnudagsmorgni skörtuðu veðurguðirnir sýnu fegursta og tóku á móti mönnum með sól og blíðu. Ganga dagsins var að neðra vaði Markarfljóts við Laufafell og eftir tiltekt var lagt í hann rétt fyrir hádegi. Ekki hefði verið hægt að biðja um betra veður og var útsýni í allar áttir.

Heimkoma var ekki fyrr en eftir miðnætti vegna (smávægilegra) vandræða á bílaflota björgunarsveitanna, en allt fór vel og allir komust heim.

Myndir frá ferðinni eru undir HSSR -> Myndir

—————-
Höfundur: steinar