ÁRSHÁTÍÐ – ÁRSHÁTÍÐ – 70 ÁRA AFMÆLISÁRSHÁTÍÐ

Kæru félagar í HSSR.
Nú er miðasölu á árshátíð lokið og selst hafa hvorki meira né minna en um 190 miðar !!! ÞÁTTTAKAN FÓR FRAM ÚR BJÖRTUSTU VONUM og greinilega var mikil stemming fyrir fjörinu hjá þeim sem keypu miða. Frést hefur af mörgum flokkapartýum út um allan bæ fyrir árshátíðina- enda kunna félagar í HSSR að skemmta sér !!! Síðan hittast allir í Víkingasal Hótel Loftleiða um kl 19.00 þegar húsið opnar. Borðhald hefst klukkan 19.30 og ball í kring um miðnætti og verður dansað fram á nótt.

HAPPDRÆTTI Á ÁRSHÁTÍÐINNI
Dregið verður úr fjölda happdrættisvinninga á árshátíðinni. Þau fyrirtæki sem eru nú þegar búin að gefa vinninga eru: Flugleiðir, Nanoq, 66°Norður, Ingvar Helgason, Ormson, TM, Búnaðarbankinn, Esso, Olís, Hátækni, Ultima Thule, Útivist, Frumherji og Radíóstofa Sigga Harðar. Við þökkum þessum fyrirtækjum fyrir veittan stuðning og við skulum hugsa til þeirra þegar við förum í verslunarleiðangra !!!

Árshátíðarkveðjur,
árshátíðarnefnd.

—————-
Höfundur: Árshátíðarnefnd