Undanförum barst beiðni um að fara og sækja tvær rollu skjátur sem komið höfðu sér í sjálfheldu í Búhömrum.
Halli, Steppo, Helgi Maximus, Eyþór og að sjálfsögðu var fulltrúi beltaflokksins, Lambi með í för, fóru síðdegis að liðsinna Haraldi bónda á Esjubergi. Kindurnar höfðu komið sér fyrir á syllu rétt vestan við 55°(ísklifurleið). Helgi seig niður til þeirra en þegar hann var rétt ókominn til þeirra þá kom stuggur að þeim og þær hlupu fyrir björg, sem voru nú ekki meiri en 4m. og lentu heilu og höldnu. Þá tóku þær sprettinn út hlíðina og bændurnir sem voru fyrir neðan til að taka á móti þeim höfðu ekki roð við þeim, hurfu þær því út hlíðina og upp í þokuna.
Ágætis æfing svona á sunnudags eftirmiðdegi.
—————-
Höfundur: Haraldur Guðmundsson