Myndasýning

Þriðjudaginn 16. mars n.k. kl. 20:00 stendur Útivera, tímarit um útivist og
fjallamennsku fyrir myndasýningu í bíósal Hótel Loftleiða. Þar segir Jakob Þór
Guðbjartsson frá 3ja mánaða ferð sinni einsamall á mótorhjóli um Austur Evrópu
en hann heimsótti alls 11 lönd.

Í ferð sinni lenti hann í mörgun ævintýrum, kleif fjöll, kafaði í hella og gekk
á virk eldfjöll svo eitthvað sé nefnt. Þessu lýsir hann öllu í máli og myndum.
Ókeypis aðgangur.

Þess má geta að annað tölublað Útiveru er að renna í verslanir, 100 blaðsíður
þéttskipaðar spennandi efni.

Kv.
Jón Ingi Sigvaldason

—————-
Höfundur: Stefán P. Magnússon