Sameiginleg undanfaraæfing var á svæði 1 í gær, Kópavogsmenn sáu um hana. Nokkrir menn höfðu ekki skilað sér eftir að hafa farið að rafta í Leirvogsá. Þrír undanfarar þau Valli, Andri og Unnur ásamt einum undanfarabílstjóra, Snorranum fóru af stað á Reyk 2 og svo komu tveir “eftirfarar” Valdi og undirritaður á Reyk 3 allnokkru síðar. Eftirfararnir gerðu góða hluti fundu bíl “raftanna” eftir að hafa verið einungis nokkrar mín. á leitarsvæðinu.
Æfingin fókuseraði á leit og skipulagningu leitar.
Fínasta æfing hjá Styrmi og co. í Kópvogi.
—————-
Vefslóð: hssk.is
Texti m. mynd: Hægt er að klifra í Leirvogsgili stuttar leiðir<7m
Höfundur: Haraldur Guðmundsson