Fjölmennur kynningarfundur um nýliðastarf HSSR

Rúmlega 70 manns á dreifðum aldri og af báðum kynjum sóttu kynningarfund um nýliðaþjálfun HSSR síðastliðið þriðjudagskvöld. Í framhaldi af fundinum hafa þegar borist um 30 umsóknir um að hefja þáttöku. Formlegur skilafrestur umsókna er þó fram til þriðjudagskvöldsins 8. september er nýliðahópurinn mætir á sína fyrstu kvöldstund. Í kvöld verður farin létt gönguferð á Helgafell ofan Hafnarfjarðar og þar eru allir hvattir til að mæta hvort sem þeir hafa ákveðið að hefja nýliðaþjálfun eða eru enn óráðnir.

Það er greinilega mikill áhugi á þáttöku í starfi björgunarsveita og ekki annað en bjart framundan í þeim geira.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson