Fjölsótt nýliðakynning

Fjöldi fólks sótti kynningu á nýliðaþjálfun HSSR og var það glæsilegur hópur sem skilaði inn umsóknum í framhaldi af því. Fyrsta verkefni hópsins verður ganga á fjall í nágrenni Reykjavíkur nk. þriðjudag.

HSSR býður nýliða velkomna og vonar að tíminn í þjálfuninni verði þeim ánægjulegur og heillaríkur.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson