Flugeldar

Flugeldasýning á Menningarnótt

FlugeldarUndanfarna daga hafa skotmeistarar HSSR staðið í ströngu við undirbúning flugeldasýningarinnar á Menningarnótt. Í ár verða nokkrar breytingar gerðar á framkvæmd sýningarinnar, t.d. hvað varðar umfang hennar og því ættu áhorfendur að fá enn meira fyrir sinn snúð en venjulega. Undirbúningur svona sýningar útheimtir mikla vinnu og hafa félagar í HSSR staðið vaktina síðan 16. ágúst. Uppsetning flugeldasýningar af þessari stærðargráðu er mikil nákvæmnisvinna, enda þarf öll framkvæmd að ganga snurðulaust fyrir sig svo útkoman verði góð. Sem betur fer hefur sveitin mikla reynslubolta í sínum röðum sem geta tryggt áhorfendum frábæra skemmtun.

Sýningin, sem er í boði Vodafone, hefst kl. 22:45 við Arnarhól og eru áhugasamir hvattir til þess að mæta tímanlega svo þeir geti notið hennar til fullnustu. Hægt er að lesa meira um framkvæmd sýningarinnar á vef Vodafone.