Langar þig til að starfa með björgunarsveit?

Kynningarfundur nýliða í Hjálparsveit skáta í Reykjavík verður þriðjudag 3. september í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 kl. 20:00. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfi björgunarsveitar, ert 18 ára eða eldri, í góðu líkamlegu og andlegu formi, átt gott með að vinna í hópi en getur líka sýnt frumkvæði, þá gæti þátttaka í HSSR verið eitthvað fyrir þig.

Þjálfunin tekur eitt og hálft ár þannig að nýliðar sem hefja þjálfun núna í haust geta gengið inn í sveitina í mars 2015.

Fyrsta námskeið vetrarins fyrir nýliða er námskeið í ferðatækni og rötun sem verður haldið að Úlfljótsvatni helgina 13. til 15. september.

Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á kynningarfundinn.