Flugeldavinnu lokið.

Formlegri flugeldavinnu áramótin 2009-2010 er nú lokið.
Vinnukvöld í kvöld og vinnudagur á laugardaginn falla því niður.

Eftir þrettándasölu í gær var klárað að pakka saman, allur lager talinn, honum pakkað inn og verður hann fluttur í geymslu síðar í dag. Búið er að pakka í geymslugám og verður honum komið á sinn stað í dag eða á morgun.
Á þessari flugeldavertíð þurfti einungis að vinna fimm af 11 áætluðum undirbúningskvöldum/dögum og vinna tvo af áætluðum frágangskvöldum/dögum. Það er nokkuð góður árangur að bílar séu komnir í hús að kvöldi 6. janúar.
Á næstu dögum munu gólf í húsinu verða lökkuð og svo munu útkallshópar ganga frá sínum búnaði.

Uppskeruhátíð fer fram föstudagskvöldið 15. janúar og verður kynnt betur síðar.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson