Flugeldum flengt til og frá

Það var fallegt fólk sem tók á því í flugeldavinnunni í gærkvöldi. Það var meðal annars pakkað flugeldum, staflað kössum, raðað brettum, límmiðar límdir, Malarhöfðinn skreyttur, kössum endurraðað, málin rædd, skotpallar smíðaðir, brettum umraðað og flugeldum umstaflað. Góð kvöldstund í fínum félagsskap.

Gulli mætti með myndavélina og kom stemmningunni (sem var hliðræn) á stafrænt form, og smellti á vefinn. Njótið.

—————-
Vefslóð: grettisgata.eitthvad.is/flugeldavinna2006
Texti m. mynd: Hver stenst þessi hvolpaaugu? Komdu í flugeldana!
Höfundur: Hálfdán Ágústsson