Fólk villt í þoku í Esju

19 félagar frá HSSR tóku þátt í leit í gærkvöldi að konu sem saknað var í Esju. Konan, sem villtist í þoku á toppi Esju, rakst svo á tvo Kanadamenn sem einnig voru villtir. Símasamband var við hópinn og var afráðið að hann héldi kyrru fyrir þar til björgunarsveitamenn fyndu hann. Íslendingur þaulkunnugur fjallinu gekk fram á hópinn skömmu síðar og fylgdi hann fólkinu niður til móts við björgunarsveitamenn.

Aðgerðinni lauk um miðnætti og fóru þá flestir í sumargleði HSSR og frábæra lambasúpu veislu að hætti "Lamba", fram á morgun.

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson